Færsluflokkur: Bloggar

Styttri viðbragðstími franskra orrustuþota en skurðhjúkrunarfræðinga????

Merkileg frétt var lesin í fréttatíma sjónvarpsins í kvöld.  Ekki tekur nema 15 mínútur fyrir franskar orrustuþotur að koma inn í íslenska lofthelgi ef ráðist verður á landið.  Það stingur svoldið í stúfa borið saman við þær umræður sem undirrituð ásamt fleirum hefur staðið í undanfarnar vikur og mánuði.  Samkvæmt því vaktafyrirkomulagi sem bjóða átti hjúkrunarfræðingum og landsmönnum upp á þótti hæfilegur viðbragðstími hjúkrunarfræðinganna við bráðaaðstæður vera 30 mínútur.  Því spyr ég, hvort er líklegra (og/eða algengara) að ráðist verði á Ísland eða að Íslendingar þurfi í bráðaaðgerðir?  Og hvort er mikilvægara, skammur viðbragðstími orrustuþota eða hjúkrunarfræðinga?  Þá vekur umrædd frétt einnig upp spurningar eins og, hvað kostar umræddur varnarsamningur við Frakka Íslendinga mikinn pening versus hvað kostar íslenska ríkið mikið að borga fyrir styttri viðbragðstíma hjúkrunarfræðinga? 

Já þegar stórt er spurt.......


Frumskilyrði er að auka mannafla innan hjúkrunar.

Almennt gætir þess misskilnings að skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar hefðu ekki áhuga á að virða vinnutímatilskipunina.  Sú skipulagning sem bjóða átti umræddum hjúkrunarfræðingum upp á færði vinnu þeirra að mjög litlu leiti í átt að vinnutímatilskipuninni en gerði vinnu þeirra aftur á móti að öllu leiti erfiðari.  Það er augljóst hvað þarf til að hægt sé að uppfylla vinnutímatilskipun EES - það er fleiri hjúkrunarfræðingar.  Og hvað þarf til að auka mannafla innan hjúkrunar?  Það er að gera það að fýsilegri kosti að læra hjúkrunarfræði og starfa við það.  Svarið er að hækka laun hjúkrunarfræðinga. 

Kveðja,


mbl.is Hjúkrunarfræðingar virði vinnutímatilskipun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökkum stuðninginn.

Fyrir hönd skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga vil ég þakka öllum þeim sem stutt hafa okkur með yfirlýsingum, bloggfærslum, símtölum, tölvupóstum, heimsóknum o.s.frv.  Það hefur verið okkur ómetanlegt á annars erfiðu tímabili að upplifa hversu sterklega  fólk í landinu hefur brugðist við okkar málstað með hagsmuni okkar og sjúklinga okkar að leiðarljósi.

TAKK FYRIR OKKUR.

Fyrir hönd skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga,

Erla Björk Birgisdóttir.


Til marks um slakt upplýsingaflæði Landspítala.

Anna Stefánsdóttir hélt því fram í fjölmiðlum að uppsagnir yfirmanna Landspítalans á vaktalínum hjúkrunarfræðinga skurð- og svæfingadeildanna hefðu ekki átt að koma neinum á óvart þar sem umræður þess efnis hófust fyrir 4 árum.  Vel má vera að Anna Stefánsdóttir hafi undir höndum tölvupóstsendingar milli sín og annarra yfirmanna LSH þar sem fjallað er um framtíðaráform í stjórnun deildanna.  Hitt er svo annað mál og öllu alvarlegra að slíkar upplýsingar hafi aldrei borist í hendur "fólksins á gólfinu".  Er það ekki bara til marks um slakt upplýsingaflæði milli stjórnenda og starfsmanna Landspítalans?  Því stend ég við orð mín þess efnis að starfsfólk deildanna heyrði fyrst af breytingunum í janúar síðastliðnum.  

Erla Björk Birgisdóttir, trúnaðarmaður skurðhjúkrunarfræðinga í Fossvogi.


mbl.is Stál í stál á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband