Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stjórnendur LSH í fjölmiðlum

Alveg merkilegt hvað stjórnendur Landspítala fegra alla hluti í fjölmiðlum. Maður hefði haldið að það væri öllum í hag ef hlutirnir eru sagðir eins og þeir eru.

Eins og fram kom í grein Hjördísar þá þurfa sjúklingar að sækja um vistun á líknardeildum með löngum fyrirvara því er ekki skrítið að þeir liggi ekki á göngunum þar. Á hinn bóginn liggja þeir enn á göngum annarra deilda Landspítala.

Ég stóð í þeirri meiningu að Hulda Guðlaugsdóttir forstjóri LSH væri að berjast fyrir því að fyrsti áfangi nýs Háskólasjúkrahús yrði kláraður sem fyrst. Ber hún aðallega fyrir sig verulega lélegum húsakosti (sem er ekki ofsögum sagt). Því skil ég ekki þessa þörf millistjórnendanna að sýna almenningi fram á hvað allt sé frábært og vandað á Landspítalanum. Það vita flestir landsmenn að ástandið á Landspítalanum var misjafnt í góðærinu og með launalækkunum, vaktalínubreytingum og enn auknu vinnuálagi á starfsfólk spítalans verður ástandið líklega enn verra á komandi árum.


mbl.is Engir liggja á ganginum á líknardeildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband