Til marks um slakt upplýsingaflæði Landspítala.

Anna Stefánsdóttir hélt því fram í fjölmiðlum að uppsagnir yfirmanna Landspítalans á vaktalínum hjúkrunarfræðinga skurð- og svæfingadeildanna hefðu ekki átt að koma neinum á óvart þar sem umræður þess efnis hófust fyrir 4 árum.  Vel má vera að Anna Stefánsdóttir hafi undir höndum tölvupóstsendingar milli sín og annarra yfirmanna LSH þar sem fjallað er um framtíðaráform í stjórnun deildanna.  Hitt er svo annað mál og öllu alvarlegra að slíkar upplýsingar hafi aldrei borist í hendur "fólksins á gólfinu".  Er það ekki bara til marks um slakt upplýsingaflæði milli stjórnenda og starfsmanna Landspítalans?  Því stend ég við orð mín þess efnis að starfsfólk deildanna heyrði fyrst af breytingunum í janúar síðastliðnum.  

Erla Björk Birgisdóttir, trúnaðarmaður skurðhjúkrunarfræðinga í Fossvogi.


mbl.is Stál í stál á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Áfram stelpur!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Áfram allir hjúkrunarfræðingar, ekki bara stelpurnar.

Aðalsteinn Baldursson, 26.4.2008 kl. 14:22

3 Smámynd: Bumba

Sæl Erla, "við erum allar hjúkrunarsystu", sungum við á Kleppi í gamla daga áður en ég fór til hjúkrunarnáms í Noregi, sem ég þó kláraði ekki, fór að læra annað, en barðist við samvizkubit í meira en 20 ár yfir því að hafa ekki lokið námi. Hef þó alltaf fylgst með mínu gamla fagi , og STYÐ YKKUR HEILS HUGAR. Haldið áfram að vernda ykkar fag og nám og vinnu.  Látið ekki deigan síga.Styð ykkur í baráttunni. Með beztu kveðju.

Bumba, 26.4.2008 kl. 14:44

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Nú þekki ég ekki gjörla til málsins af fyrstu hendi, en ef upplýsingaflæðið hjá Landspítalanum hefur ekki verið sem skyldi, þá er það víst ekki neitt einsdæmi.

Vésteinn Valgarðsson, 27.4.2008 kl. 06:28

5 identicon

Við þökkum stuðninginn og reynum af mesta mætti að halda góðu upplýsingaflæði milli okkar (skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar) og ykkar (restin af þjóðinni) á meðan á baráttu okkar stendur.  Vonast til að með því sýnum við stjórnendum LSH gott fordæmi

Erla Björk Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband