Þökkum stuðninginn.
1.5.2008 | 00:24
Fyrir hönd skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga vil ég þakka öllum þeim sem stutt hafa okkur með yfirlýsingum, bloggfærslum, símtölum, tölvupóstum, heimsóknum o.s.frv. Það hefur verið okkur ómetanlegt á annars erfiðu tímabili að upplifa hversu sterklega fólk í landinu hefur brugðist við okkar málstað með hagsmuni okkar og sjúklinga okkar að leiðarljósi.
TAKK FYRIR OKKUR.
Fyrir hönd skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga,
Erla Björk Birgisdóttir.
Athugasemdir
Það hefur verið frábært að fylgjast með samstöðu ykkar. Til hamingju með þessa niðurstöðu.
Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 00:37
Þið stóðuð ykkur vel
Hólmdís Hjartardóttir, 1.5.2008 kl. 00:44
Hjartanlega til hamingju með sigurinn. Haldið svona áfram, breytingar á kerfinu byrjar ætið þar sem fjölmennasta stéttin ríkir. Það eruð þið Erla, byrjið að breyta kerfinu sjúklingnum í hag og þá um leið ykkur. Með beztu kveðju.
Bumba, 1.5.2008 kl. 00:51
hæ hetja, var að koma af vaktinni og er að búa mig undir ljúfan svefn. svaf bara 2 klst á yfirvinnukaupi . þið trúnaðarmenn og fundarkellur hafið staðið ykkur eins og hetjur - sjáumst í dagvinnu samstöðu-sigurkveðjur dóra
doddý, 1.5.2008 kl. 08:35
Takk, takk, takk, takk o.s.frv.
Erla Björk Birgisdóttir, 1.5.2008 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.