Frumskilyrði er að auka mannafla innan hjúkrunar.

Almennt gætir þess misskilnings að skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar hefðu ekki áhuga á að virða vinnutímatilskipunina.  Sú skipulagning sem bjóða átti umræddum hjúkrunarfræðingum upp á færði vinnu þeirra að mjög litlu leiti í átt að vinnutímatilskipuninni en gerði vinnu þeirra aftur á móti að öllu leiti erfiðari.  Það er augljóst hvað þarf til að hægt sé að uppfylla vinnutímatilskipun EES - það er fleiri hjúkrunarfræðingar.  Og hvað þarf til að auka mannafla innan hjúkrunar?  Það er að gera það að fýsilegri kosti að læra hjúkrunarfræði og starfa við það.  Svarið er að hækka laun hjúkrunarfræðinga. 

Kveðja,


mbl.is Hjúkrunarfræðingar virði vinnutímatilskipun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.5.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að grunnlaununum fyrst og fremst í þessari hrinu, ásamt því að fá viðurkennt að 80% vinna er 100% miðað við ársvinnu.  Einhverjir hafa þó reiknað þetta dæmi þannig að við sem vinnum 80% vinnum í raun meira en 100%.

Álag hjúkrunar í dag er mikil og tæknin við að halda lífi í fólki og bjarga því er til, og verður hjúkrunin alltaf flóknari og flóknari, sem gerir vinnuna bæði erfiðari andlega og líkamlega. 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 2.5.2008 kl. 10:49

3 identicon

Alveg sammála og líka einbeita okkur af því að dreifa laununum svolítið - ég er til dæmis komin á sama taxta og nokkrar sem hafa unnið 15 - 25 árum lengur en ég í sama starfi og ég bara spyr mig á ég ekki eftir að hækka í launum næstu 25 árin. Meira að segja sviðstjórinn minn vildi meina það að ég væri komin í hæsta fyrir  klíník eftir 7 ára starf. Og ég sem finnst ég vera altaf að bæta mig í  reynslu, þekkingu og færni.

kv Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Erla Björk Birgisdóttir

Það þarf að auka bilið milli lægstu og hæstu launa (án þess þó að lækka lægstu launin) þannig að við höfum á einhvern bratta að sækja, getum unnið okkur eitthvað upp í launum.

Kveðja, Erla.

Erla Björk Birgisdóttir, 3.5.2008 kl. 16:49

5 Smámynd: doddý

hæj erla pæja

þurfa ekki fleiri að læra "mannauðsstjórnun"? það virkar víst voða vel að kunna það!

nei smá innanbúðar djók - auðvitað er lausnin í fleiri færum og hærri launum, hjúkrunarfræðideildin þarf að auki að taka sjálfan sig rækilega í gegn og láta af rembingi sem einkennir þessa deild og vanda betur valið á kennurum.  fyrir mitt leiti fer ég aldrei aftur í nám við hjúkrunarfræðideild á íslandi - kv d

doddý, 4.5.2008 kl. 20:18

6 Smámynd: Erla Björk Birgisdóttir

Já þú segir nokkuð.  Var einmitt að fá svar frá HÍ um að ég kæmist að í Diplomanáminu í haust.  Var eiginlega búin að ákveða að fara EKKI en var talin á það í partýinu hjá Vigdísi s.l. föstudag að skella mér bara.  Þá er það í fyrsta skipti sem ég verð skráð í HÍ vegna þess að ég lærði hjúkrunarfræði á Akureyri á sínum tíma.  Get eiginlega ekki sagt annað en að það sé um blendnar tilfinningar að ræða....

Kveðja, Erla.

Erla Björk Birgisdóttir, 5.5.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband