Merkileg frétt var lesin í fréttatíma sjónvarpsins í kvöld. Ekki tekur nema 15 mínútur fyrir franskar orrustuþotur að koma inn í íslenska lofthelgi ef ráðist verður á landið. Það stingur svoldið í stúfa borið saman við þær umræður sem undirrituð ásamt fleirum hefur staðið í undanfarnar vikur og mánuði. Samkvæmt því vaktafyrirkomulagi sem bjóða átti hjúkrunarfræðingum og landsmönnum upp á þótti hæfilegur viðbragðstími hjúkrunarfræðinganna við bráðaaðstæður vera 30 mínútur. Því spyr ég, hvort er líklegra (og/eða algengara) að ráðist verði á Ísland eða að Íslendingar þurfi í bráðaaðgerðir? Og hvort er mikilvægara, skammur viðbragðstími orrustuþota eða hjúkrunarfræðinga? Þá vekur umrædd frétt einnig upp spurningar eins og, hvað kostar umræddur varnarsamningur við Frakka Íslendinga mikinn pening versus hvað kostar íslenska ríkið mikið að borga fyrir styttri viðbragðstíma hjúkrunarfræðinga?
Já þegar stórt er spurt.......
Athugasemdir
góð
Hólmdís Hjartardóttir, 5.5.2008 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.